Mayre Alejandra frá Venesúela

Heiðar Kristjánsson

Mayre Alejandra frá Venesúela

Kaupa Í körfu

Í einum af lokaköflum Brennu-Njáls sögu segir frá því er kveðið er upp um manngjöld fyrir Njál og Bergþóru og átti að bæta Njál þrennum manngjöldum en Bergþóru tvennum en Snorri goði fór fyrir dómnum. Hvað manngjöld í Brennu-Njáls sögu og miskabætur í Venesúela eiga sameiginlegt getur verið mörgum á huldu en Mayra Alejandra Gonzales Olivarez er hinsvegar með það á hreinu og sér hún talsverðan samhljóm með þessu tvennu eins og kom í ljós í BA-ritgerð hennar í íslensku fyrir erlenda stúdenta sem hún kláraði nú á dögunum. MYNDATEXTI Sjónarhorn Mayra Alejandra Gonzales Olivarez frá Venesúela elti ástina til Íslands og fór í íslenskunám til að kynnast betur landi og þjóð. Hún skrifaði BA-ritgerð þar og nýtti sér óvenjulegt sjónarhorn sitt á manngjöld í Brennu-Njáls sögu og í Venesúela.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar