Langreið á hestum

Langreið á hestum

Kaupa Í körfu

Fjölskyldurnar á Skíðbakka og Miðhjáleigu í Landeyjum létu búskap og annað sýsl lönd og leið í heila viku. Þær beisluðu og söðluðu hesta sína og hafa nú verið á þeysireið um sanda og fjöll í heila viku en ferðinni lýkur í dag. Þarna má sjá hópinn, 30 manns og 120 hesta, flengjast niður Lambahólana á Höfðabrekkuheiðinni. Yngstu reiðmennirnir eru frænkurnar Oddný Lilja og Rakel Ösp, sex og sjö ára gamlar, sem eru alvanar hestakonur þrátt fyrir ungan aldur. Engum sögum fer af rasssæri og harðsperrum ættmennanna!

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar