Golf

Sigurður Elvar Þórólfsson

Golf

Kaupa Í körfu

Ólafur Björn Loftsson varð klúbbmeistari Nesklúbbsins um helgina með miklum tilþrifum og lék Nesvöllinn á 273 höggum á 72 holum eða alls 15 undir pari vallarins. Er það að sjálfsögðu vallarmet á fjórum hringjum en vallarmet hans á 18 holum frá því í fyrra stendur hins vegar óhaggað. Meistaramótum golfklúbbanna lauk almennt um helgina. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson jafnaði einnig vallarmet á 72 holum á Hólmsvelli í Leiru með glæsilegum hætti. Lék samtals á 11 undir pari. MYNDATEXTI Heitur Ólafur B. Loftsson er heitur um þessar mundir og til alls líklegur á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer eftir tvær vikur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar