Hælisleitendur á FH leik

Hælisleitendur á FH leik

Kaupa Í körfu

ÞEIR skemmtu sér vel og hvöttu FH áfram. Það heyrðist ekki minna í þeim en mér, segir Elfar Þór Erlingsson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og FH-ingur. Hann hafði forgöngu um það að félagið bauð hælisleitendum á leikinn við Aktobe frá Kasakstan í Kaplakrika í gærkvöldi. Sex þáðu boð FH um að koma á leikinn, einn frá nágrannaríki gestaliðsins, Úsbekistan, fjórir Írakar og einn Sómali. Hópurinn var ánægður með kvöldið, þótt FH hefði tapað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar