Vogar á Vatnsleysu

Vogar á Vatnsleysu

Kaupa Í körfu

ÞETTA var hannað þegar allt var 2007 en hefur verið sett í hálfgerða biðstöðu þar til eitthvað rætist úr, segir Páll Harðarson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Nesbyggðar, um íbúabyggð sem rísa átti í Vogum við Vatnsleysuströnd. Nesbyggð hefur framkvæmd verksins með höndum. Enn sem komið er standa lóðirnar innan um götur hverfisins auðar og ókláraðar. Framkvæmdum hefur verið slegið á frest fram eftir sumri og er ekki búist við að þær hefjist að nýju í fyrirsjáanlegri framtíð vegna efnahagsþrenginganna. Hverfið felur að sögn Páls í sér stækkun byggðarinnar í Vogum um næstum helming.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar