Ljósmyndanámskeið hjá Krissý

Heiðar Kristjánsson

Ljósmyndanámskeið hjá Krissý

Kaupa Í körfu

Á ljósmyndanámskeiði hjá Krissý ljósmyndara var mikið líf og fjör þegar okkur bar að garði. Þennan dag áttu þau að æfa sig að taka myndir inni í stúdíói og mátti vart sjá hvort krökkunum þótti skemmtilegra að vera fyrir aftan eða framan myndavélina. Þau voru því öllu vön þegar ljósmyndari Morgunblaðsins bað þau um að sitja fyrir og reynslumikil og ófeimin stilltu þau sér upp þegar hann smellti af. Við fengum svo tvær stúlkur lánaðar, þær Fríðu Rún Frostadóttur, 10 ára og Heru Katrínu Aradóttur, 12 ára, og þær sögðu okkur frá því sem þær eru búnar að læra. MYNDATEXTI Ungir ljósmyndarar Þeim Fríðu, Andreu, Jónasi, Önnu og Heru þykir ekki leiðinlegt að sitja fyrir á myndinni og hver veit nema eitthvert þeirra eigi eftir að vera í hlutverki ljósmyndara Morgunblaðsins eftir nokkur ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar