Karl Jónatans og fleiri nikkuleikarar

Karl Jónatans og fleiri nikkuleikarar

Kaupa Í körfu

HARMONIKKUHÁTÍÐ Reykjavíkur var haldin á Árbæjarsafni í gær og mætti fjöldi fólks enda veðrið með eindæmum gott. Hátt í þrjátíu harmonikkuleikarar þöndu nikkur sínar og þeirra á meðal var hinn 85 ára gamli Karl Jónatansson sem hefur spilað opinberlega á nikkuna í 74 ár. Að hans sögn er það eflaust ansi nálægt Íslandsmetinu. Karl segir stemninguna á hátíðinni hafa verið mjög góða. Það voru allir mjög ánægðir en þetta er dálítið óvenjuleg skemmtun, viðurkennir hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar