Miðaldadagar á Gásum

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Miðaldadagar á Gásum

Kaupa Í körfu

AKUREYRINGAR og nærsveitungar þykja ef til vill gamaldags en um helgina keyrði sjálfsagt fram úr hófi þegar þeim gafst kostur á að bregða sér til miðalda og kunnu því vel. Lífi var blásið í hinn forna Gásakaupstað við Eyjafjörð, helsta verslunarstað Norðurlands, frá 12. öld og þar til verslun hófst á Akureyri á 16. öld, að því talið er. Fjöldi fólks lagði leið sína að Gásum, en Miðaldadagar, eins og umrædd hátíð er kölluð, halda áfram í dag og á morgun. Verslunarmenn bjóða þar ýmsa fagra muni og ef marka má það sem fyrir augu bar gleymdi fólk til forna ekki að leika sér; grimmilega var barist í knattleik sem er nútímamanninum býsna framandi, skotið var af boga og gott ef vopnaglamur heyrðist ekki í fjarska.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar