Roverway 2009

Jakob Fannar Sigurðsson

Roverway 2009

Kaupa Í körfu

ALÞJÓÐLEGA skátamótið Roverway 2009 var sett framan við Háskóla Íslands í gærmorgun. Undanfarið hafa streymt til landsins skátar á aldrinum 16-26 ára. Erlendir þátttakendur eru um 2.500 talsins og koma frá meira en 50 löndum, auk um 500 íslenskra skáta sem taka þátt í mótinu. Næstu daga skiptist hópurinn í 52 sveitir sem fást við fjölbreytt verkefni eftir nokkrum meginþemum. Á föstudag mun alþjóðlegt þorp rísa á Úlfljótsvatni. Þar verður fjölbreytt dagskrá. Á sunnudag verður karnival auk þess sem þátttakendur frá hinum ýmsu þjóðum munu setja upp kynningarbása. Um 250 íslenskir skátaforingjar stýrðu undirbúningi mótsins en mótsstjóri er Ásta Bjarney Elíasdóttir. MYNDATEXTI Roverway 2009. Yfir 3000 skátar frá 50 löndum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar