Bátur sökk í Reykjavíkurhöfn

Heiðar Kristjánsson

Bátur sökk í Reykjavíkurhöfn

Kaupa Í körfu

JONNI SH48, átta tonna handfærabátur, sökk í Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Kafarar Köfunarþjónustunnar voru fengnir til að ná bátnum upp af hafnarbotninum. Köfuðu þeir að honum og komu í hann taugum. Var báturinn hífður að yfirborðinu með krana og dælt úr honum vatni svo hann kæmist á flot. Þetta gengur mjög vel fyrir sig, sagði Ómar Hafliðason hjá Köfunarþjónustunni við fréttamann mbl.is á vettvangi í gær. Sagði hann að kafararnir væru vanir aðgerðum af þessu tagi og björgunin væri ekki flókin. MYNDATEXTI Híft Jonni SH48 hífður upp á yfirborðið í blíðviðrinu við Reykjavíkurhöfn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar