Beðið eftir mömmu - Laugavegurinn

Beðið eftir mömmu - Laugavegurinn

Kaupa Í körfu

ERLENDIR ferðamenn furða sig gjarnan á því trúnaðartrausti á náungann, sem felst í því að skilja barn eftir í vagni, á meðan skroppið er inn í búð. Litla stúlkan lætur hvorki slíkar vangaveltur né myndatökuna trufla sig við biðina eftir mömmu, sem er kannski að velja á hana fallega skó inni í búðinni. Svipur hnátunnar lýsir spurn þar sem hún horfist í augu við ljósmyndarann sem speglast í búðarglugganum við hlið hennar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar