Búvörusamningur undirritaður

Búvörusamningur undirritaður

Kaupa Í körfu

MEÐ þessum samningi og viljayfirlýsingu er verið að tryggja í sessi stöðu garðyrkjubænda, segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en hann undirritaði í gær breytingar á gildandi aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá mars 2002. Við sama tækifæri kynnti hann nýja reglugerð sem tekur gildi 1. september nk. þar sem kveðið er á um að merkja skuli matjurtir með upprunalandi. Sagðist Jón sannfærður um að upprunamerking myndi styrkja stöðu íslenskrar framleiðslu enn frekar í sessi. MYNDATEXTI Undir berum himni Haraldur Benediktsson og Steingrímur J. Sigfússon rituðu undir samninginn ásamt Jóni Bjarnasyni og Þórhalli Bjarnasyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar