Slysagildrur í ókláruðum hverfum

Heiðar Kristjánsson

Slysagildrur í ókláruðum hverfum

Kaupa Í körfu

Því fylgir nokkuð einkennileg tilfinning að spóka sig í íslenskum sumarhita í nýju hverfunum á höfuðborgarsvæðinu. Lítið virðist hafa breyst frá því blaðamaður heimsótti Úlfarsfellshverfið í Reykjavík og Leirvogstungu í Mosfellsbæ fyrir um ári. Það er ró og spekt yfir öllu. Hálfkláruð hús eru á víð og dreif, opnir grunnar blasa við og upp úr þeim standa ógnvænlegir koparvírar. Það er lítið sem ekkert líf en í fjarska heyrist suð í háþrýstidælu og ef vel er að gáð má sjá nokkra menn bera poka sem virðast fullir af einhvers konar byggingarefni inn í nýlegan og ómálaðan bílskúr. Andrúmsloftið er svipað í mörgum öðrum nýjum hverfum. MYNDATEXTI Vírar Leiðin að leikvellinum í Leirvogstungu er þyrnum stráð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar