Sápubolti - Hljómskálagarðurinn

Sápubolti - Hljómskálagarðurinn

Kaupa Í körfu

HASARINN var mikill í Hljómskálagarðinum í gær þar sem keppni í sápubolta fór fram. Tilefnið var uppskeruhátíð Vinnuskóla Reykjavíkur og var breitt úr stórum segldúk á jörðina sem útataður var í sápulegi. Hreyfingar fótboltakappanna verða kannski ekki jafn þokkafullar og algengara að þeir renni á höfuðið en hitti beinlínis á boltann en til þess er nú leikurinn gerður. Ekki fylgir þó sögunni hver fór með sigur af hólmi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar