Nauthólsvík

Nauthólsvík

Kaupa Í körfu

ÞÓTT reynt sé að hrella landsmenn með fréttum af sumarhreti og óræðar sögur heyrist af slydduhríð á fáförnum fjallvegum í óbyggðum, er engan bilbug að finna á íslenskum sólarunnendum. Íslenska sumarið býður nefnilega upp á allt sem hugurinn girnist, þótt af og til þurfi að elta sólskinið á milli landshluta og sólbrúnka landans sé stundum dekkst á framhandleggjum og hálsi. Ekki þarf annað en nennu og vilja til að drífa sig út í daginn og upplifa þjóðfélag, sem þrátt fyrir allt stendur í blóma um þessar mundir. MYNDATEXTI Nauthólsvíkin Ef ekki væri fyrir fánann gæti sólarströndin allt eins verið á Spáni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar