Golfmót á Grafarvogsvelli

Golfmót á Grafarvogsvelli

Kaupa Í körfu

HEIMAMAÐURINN Stefán Már Stefánsson er einn í forystu í karlaflokki eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í Grafarholtinu í gær. Stefán lék heimavöllinn á 71 höggi eða á parinu. Talsverður vindur var á vellinum í gær og kalt í veðri, alla vega í samanburði við það sem kylfingarnir hafa vanist að undanförnu. Parið dugði því Stefáni til þess að ná efsta sætinu en hann var mjög stöðugur í leik sínum. Fékk tvo fugla, tvo skolla og fjórtán pör. Eins og Morgunblaðið spáði í gær hafa síðustu fjórar brautirnar á Grafarholtsvelli reynst kylfingum erfiðar. MYNDATEXTI Reyndur Fyrrum meistari Sigmundur Einar Másson GKG lék á 74.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar