Tónlistarhúsið rís undir vernd varðskipa

Tónlistarhúsið rís undir vernd varðskipa

Kaupa Í körfu

VARÐSKIPIN Ægir og Týr eru bæði bundin við bryggju í Reykjavíkurhöfn þessa dagana. Nú er í gangi fyrirfram ákveðið sumarstopp og gert er ráð fyrir að skipin verði í höfn fram að mánaðamótum. Þó segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að ef eitthvað kemur upp á verði skipin til taks. Skipin eru tilbúin að öllu leyti nema hvað vistir vantar. Ef eitthvað kemur upp á þá er bara farið, segir Hrafnhildur. Aðspurð hvort þetta tengist niðurskurði segir hún: Að vissu leyti gerir það það, já, það þurfti að gera nýjar áætlanir og það var ákveðið að skipin myndu sigla reglubundið, en með þessu hléi í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar