Sigurður Baldursson - Landspítalinn

Sigurður Baldursson - Landspítalinn

Kaupa Í körfu

ÉG heyrði rifbeinin brotna, þetta gerðist það hægt að ég var eins og í pressu. Hef aldrei nokkurn tímann fundið annan eins sársauka og hef þó lent í ýmsu gegnum ævina, segir Sigurður Baldursson, 54 ára ferðaþjónustubóndi með meiru, er hann lýsir því þegar hann klemmdist á milli sex tonna fjallatrukks og farangurskerru á Gæsavatnaleið sl. sunnudag. Var hann þar ásamt leiðsögumanni á ferð með hóp franskra ferðamanna. Fór Sigurður aftur fyrir trukkinn til að gera við kerruna þegar trukkurinn rann af stað aftur á bak og klemmdi eiganda sinn fastan. MYNDATEXTI Á batavegi Sigurður Baldursson er á góðum batavegi á Landspítalanum og vonast til að fara þaðan eftir helgi heim til Akureyrar. Hvort hann leggst þá fyrst inn á FSA á eftir að koma í ljós en hann hlakkar til að hitta fjölskylduna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar