Oddgeir Þorgeirsson og Guðrún Þóra Guðmundsdóttir

Oddgeir Þorgeirsson og Guðrún Þóra Guðmundsdóttir

Kaupa Í körfu

UM 500 Íslendingar fluttust til Noregs frá í október í fyrra fram til 1. júní sl. Atvinnuástand og kringumstæður í efnahagsmálum valda því að fjöldi Íslendinga rær á ný mið. Eins og landans er háttur horfa margir til Norðurlandanna, þá sérstaklega til Noregs, þar sem næga vinnu er að hafa. Þegar fólk flytur út er algengt að önnur fyrirvinnan fari á undan: tryggi vinnu og útvegi húsnæði. Í kjölfarið kemur fjölskyldan öll. Mér kæmi því ekki á óvart að þegar árið verður gert upp hafi 1.000 Íslendingar flutt hingað, segir sr. Arna Grétarsdóttir, prestur íslenska safnaðarins í Noregi. MYNDATEXTI Til Noregs Oddgeir Þorgeirsson og Guðrún Þóra fljúga utan á næstu dögum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar