Guðrún Eva Mínervudóttir

Jakob Fannar Sigurðsson

Guðrún Eva Mínervudóttir

Kaupa Í körfu

SKAPARINN, skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, sem kom út fyrir jólin, á góðu gengi að fagna meðal lesenda í útlöndum. Þegar hefur útgáfuréttur að bókinni verið seldur til Englands, Þýskalands og Ítalíu og forleggjarar í fleiri löndum sýna henni áhuga. Guðrún Eva segir að þegar erlend forlög hafi keypt réttinn sé þegar farið að þýða bókina. Á Ítalíu er Silvia Cosimini þegar sest niður við að þýða Skaparann, en hún þýddi einnig þar síðustu bók Guðrúnar Evu, Yosoy, á ítölsku. Silvia hefur reyndar þýtt fjölda íslenskra bókmenntaverka af öllum gerðum á síðustu árum. MYNDATEXTI Guðrún Eva Í öðrum löndum fær maður annars konar viðbrögð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar