Grænland

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Grænland

Kaupa Í körfu

Eftirsótt svæði Flugfélag Íslands hóf að fljúga til Nuuk 2008 og 2007 var tryggt flug til Narsarsuaq í að minnsta kosti þrjú ár fyrir tilstilli samgönguráðuneytisins. Flugfélag Íslands er í dag með fimm áfangastaði á Grænlandi og að sögn Inga Þórs Guðmundssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs, gengur flugið mjög vel. Við höfum verið að fljúga til Grænlands í mjög langan tíma en það var 2007 sem opinberir styrkir komu að þessu flugi og var það gert til að tryggja samgöngur milli Suður-Grænlands og umheimsins segir Ingi Þór. MYNDATEXTI Heillandi Vinsældir Grænlands sem áfangastaðar hafa aukist verulega. Auðveldast er að komast til Grænlands frá Íslandi og höfða bæði löndin mikið til erlendra ferðamanna sem iðulega eyða nokkrum dögum á báðum stöðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar