Eldur í íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldur í íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni

Kaupa Í körfu

ALLT tiltækt slökkvilið var kallað að íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni 14 að morgni laugardags, þar sem eldur hafði komið upp í þaki þess. Iðnaðarmenn voru að vinna á þaki hússins við að leggja þakpappa, en misstu stjórn á loganum sem notaður er til að festa hann niður. Tveir körfubílar, þrír dælubílar og tugir slökkviliðsmanna voru sendir á vettvang. Slökkviliðið rauf þak hússins til að komast að eldinum, sem talsverðan reyk lagði frá. Skemmdir urðu á allt að 80 fermetrum þaksins, auk þess sem nokkrar reykskemmdir urðu í húsinu. Að sögn varðstjóra hleypur tjónið líklega á milljónum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar