Grænmetismarkaður í Mosfellsdal

Grænmetismarkaður í Mosfellsdal

Kaupa Í körfu

SOJASÓSUR úr þara og jurtate unnið úr birki, ætihvönn og fjallagrösum var meðal þess sem bauðst á útimarkaði Mosskóga í Mosfellsdal um helgina. Markaðurinn er nú haldinn tíunda sumarið í röð. Gestir markaðarins gera grænmetinu jafnan góð skil; til að mynda rófum, rabarbara og radísum en sömuleiðis nýjum sem reyktum Þingvallasilungi. Markaðurinn á laugardag tókst afar vel og fólk lét hellidembu á miðjum degi ekkert á sig fá, segir Birta Jóhannesdóttir sem stjórnar markaðnum sem haldinn verður hvern laugardag fram á haustið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar