Metanbíll fer hringveginn

Metanbíll fer hringveginn

Kaupa Í körfu

EINAR Vilhjálmsson og Ómar Ragnarsson óku hringveginn á bíl knúnum metani um helgina. Aldrei fyrr hefur hringvegurinn verið ekinn á bíl knúnum alíslensku eldsneyti. Tilgangurinn var að vekja athygli á möguleikum metansins, sem er innlend framleiðsla og þarf því ekki að eyða dýrmætum gjaldeyri í. Metanbílar eru undanþegnir vörugjöldum og unnið er að því að bjóða almenningi að breyta bílum sínum svo þeir gangi fyrir metani. MYNDATEXTI Ódýrt Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fræðist um breytingarnar á vél bílsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar