Skútur í Reykjavíkurhöfn

Skútur í Reykjavíkurhöfn

Kaupa Í körfu

ÞESSAR skútur, sem siglt var frá meginlandi Evrópu, lágu á dögunum við kaja í Reykjavíkurhöfn. Siglingar á skútum njóta vinsælda og koma um fimmtán slíkar hingað á ári. Siglingakappar velja gjarnan að svífa seglum þöndum hingað til lands með viðkomu í Skotlandi og Færeyjum. Hingað koma um fimmtán skútur á ári og þá er vinsælt að fara hringinn í kringum land með viðkomu í ýmsum höfnum, segir Ólafur Már Ólafsson hjá Siglingafélagi Reykjavíkur Brokey. Sérstaklega segir hann Frakka og Þjóðverja áhugasama um Íslandssiglingar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar