Selatalning

Karl Á. Sigurgeirsson

Selatalning

Kaupa Í körfu

TÆPLEGA 50 sjálfboðaliðar gengu í gær strandlengjuna frá Reykjum í Hrútafirði að Sigríðarstaðaósi við Vatnsnes í árlegri selatalningu Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Þetta er í þriðja sinn sem þessi selatalning fer fram en hún er talin geta gefið ágæta mynd af ástandi selastofnsins þegar nokkurra ára samanburður liggur fyrir, að sögn Hrafnhildar Ýrar Valgarðsdóttur, forstöðumanns Selasetursins. Ströndin sem gengin var er alls um 100 km og í talningunni á síðasta ári voru selirnir sem þar sáust alls 1.124. Tölur frá í gær liggja enn ekki fyrir. MYNDATEXTI Á selaslóð Talningamenn bera saman bækur sínar .

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar