Fáskrúðsfjörður

Albert Kemp

Fáskrúðsfjörður

Kaupa Í körfu

Franskir dagar voru haldnir í fjórtánda sinn á Fáskrúðsfirði nú um helgina. Hófust þeir á fimmtudag með sjósundi í ósnum, sem svo var kallaður, en þar var kennt sund áður en sundlaug var byggð á staðnum 1948. Sól og blíða settu svip sinn á hátíðina og lögðu bæði brottfluttir og gestir frá nágrannabyggðarlögum leið sína til Fáskrúðsfjarðar. Á Búðagrund var kveiktur varðeldur og sunginn brekkusöngur á föstudag. MYNDATEXTI Viðhöfn Fulltrúar sjómanna í Gravelines settu krossana niður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar