Vopnafjarðarhöfn

Helgi Bjarnason

Vopnafjarðarhöfn

Kaupa Í körfu

FISKIMJÖL og lýsi verður framleitt með raforku í nýrri verksmiðju HB Granda á Vopnafirði. Mikil vinna er á Vopnafirði í kringum byggingu fiskimjölsverksmiðjunnar. Frá því Tangi á Vopnafirði sameinaðist HB Granda fyrir tæpum fimm árum hefur uppsjávarmiðstöð fyrirtækisins verið byggð upp á Vopnafirði í áföngum. Þar er nú góð og afkastamikil aðstaða til manneldisvinnslu á loðnu og síld og öflugt frystihús og stór frystigeymsla. Síðasti áfanginn er bygging nýrrar fiskimjölsverksmiðju. MYNDATEXTI Framkvæmdir Mikið er um að vera í Vopnafjarðarhöfn. Þar rís ný fiskimjölsverksmiðja með tilheyrandi umróti. Á sama tíma er verið að landa loðnu, bræða hana í gömlu verksmiðjunni og skipa út tilbúnum afurðum. Mjöltankarnir frægu eru komnir á sinn stað, tilbúnir að taka við mjöli úr nýju verksmiðjunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar