Skorrastaður

Helgi Bjarnason

Skorrastaður

Kaupa Í körfu

ÞÓTT austfirsku fjöllin séu brött og hvassbrýndari en önnur fjöll er hægt að ríða upp á þau. Út á það gerir nýtt fyrirtæki í Norðfirði, Skorrahestar. Hjónin á Skorrastað 4, Þórður Júlíusson og Theodóra Alfreðsdóttir, stofnuðu Skorrahesta fyrr á þessu ári, eftir að hafa farið á svokallað vaxtarsprotanámskeið hjá Impru nýsköpunarmiðstöð. Fyrirtækið er byggt á grunni sem fyrir er á bænum en þar hefur verið stunduð hrossarækt í mörg ár. MYNDATEXTI Þjóðverjar í heimsókn Þórður Júlíusson og Theodóra Alfreðsdóttir með gesti á milli sín, Elke Patschan, Axel Schmidtchen og Heidi Zenz. Jafnt útlendingar sem Íslendingar nýta sér þjónustuna hjá Snorrahestum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar