Bergstaðastræti 16-20

Jakob Fannar Sigurðsson

Bergstaðastræti 16-20

Kaupa Í körfu

MÉR líst ekkert sérstaklega vel á þessi áform, segir Magnús Skúlason, formaður Íbúasamtaka miðborgarinnar, arkitekt og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Vísar hann þar til fyrirætlana þess efnis að nýbygging sem ætlunin er að rísi á lóðinni að Spítalastíg 6B og íbúðarhúsnæði að Bergstaðastræti 16-20 verði breytt í hótelíbúðir. Segir hann takmörk fyrir því hversu langt sé hægt að ganga í því að fjölga gistirýmum í miðju íbúðarhverfi með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa hverfisins Frá sjónarmiði íbúa er þetta of mikið álag á þetta svæði sem íbúðarhverfi, segir Magnús. MYNDATEXTI Ósátt Íbúarnir hafa sterkar skoðanir á tillögunni. (F.v) Kári Halldór Þórsson, Gunnar Hafsteinsson, Anne Helen Lindsey og Rósa Eyvindardóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar