Himbrimadans

Andrés Skúlason

Himbrimadans

Kaupa Í körfu

Þessi föngulegi ungi himbrimi dansaði af mikilli list á vatni við svokallaðan Breiðavog skammt frá þéttbýlinu á Djúpavogi á dögunum. Himbriminn hefur haldið sig í nokkra daga á vatninu og hefur vakið mikla athygli fuglaskoðara er leið hafa átt um svæðið. Himbriminn er vinsæll fugl hér á landi og þá sérstaklega meðal evrópskra fuglaskoðara. Himbrimar eru norður-amerískir fuglar og teljast fremur sjaldgæfir en Ísland er eina land Evrópu þar sem fuglinn verpir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar