Sinueldar við Kleifarvatn

Sinueldar við Kleifarvatn

Kaupa Í körfu

SLÖKKVISTARFI á heiðinni austan við Kleifarvatn lauk síðdegis í gær, en slökkvilið Grindavíkur hafði þá barist við gróðureld í tæpan sólarhring með hléum. Slökkvilið Grindavíkur naut aðstoðar Þyrluþjónustunnar, en með sérstakri fötu var hægt að ausa vatni úr Kleifarvatni yfir eldinn. Um einn og hálfan tíma tók að slökkva eldinn með aðstoð þyrlunnar. Farið var á annan tug ferða með sjö til átta þúsund lítra af vatni yfir svæðið. Eldar kviknuðu fyrst á svæðinu síðastliðinn föstudag, þar sem erfiðlega gekk að slökkva í glóðinni kviknaði ætíð eldur á nýjan leik. MYNDATEXTI Slökkt í glóðum Sérstökum vistvænum slökkvivökva var dælt yfir mosann þar sem glóð leyndist í jarðveginum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar