Kompásmenn við málningarstörf

Kompásmenn við málningarstörf

Kaupa Í körfu

VIÐ fundum fyrir miklum áhuga, enda þáttur sem hafði töluvert áhorf og fylgi. Enda fundum við það þegar hann var lagður niður að sú krafa reis upp að þáttur af þessum toga yrði áfram í sjónvarpi, segir Kristinn Hrafnsson, einn aðstandenda fréttaskýringaþáttarins Kompáss. Kristinn og hinir aðstandendur þáttarins, þeir Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ingi R. Ingason, hafa undanfarna mánuði reynt að finna þættinum farveg í íslensku sjónvarpi, en þátturinn var tekinn af dagskrá Stöðvar 2 í byrjun þessa árs. Leitin hefur hins vegar engan árangur borið, og allt útlit er því fyrir að dagar Kompáss séu taldir. MYNDATEXTI Kompáss-menn Jóhannes Kr. starfar í dag sem málari en Kristinn hefur ráðið sig sem afleysingafréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar