Göngugarpar

Jónas Erlendsson

Göngugarpar

Kaupa Í körfu

ÞETTA gekk með ólíkindum vel. Við vorum í sól og blíðu í 28 daga af þrjátíu, segir Róbert Þór Haraldsson fjallaleiðsögumaður. Í gær luku hann og sjö göngumenn frá Bandaríkjunum, Kanada, Belgíu, Danmörku og Noregi við göngu frá strönd til strandar, úr Ásbyrgi um Vonarskarð, meðfram Langasjó og svo í Vík í Mýrdal, svo löng saga sé gerð afar stutt. Á þessari 450 kílómetra leið voru fjórir hvíldardagar. Göngufólkið er því komið í toppform, að sögn Róberts, en sigrast þurfti á ýmsum hindrunum og vaða stórar ár á borð við Tungnaá og Sveðju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar