Sinueldur við Kleifarvatn

Sinueldur við Kleifarvatn

Kaupa Í körfu

UNGLINGAR í Vinnuskóla Grindavíkur veittu Slökkviliði Grindavíkur aðstoð við slökkvistarf við Kleifarvatn í vikunni. Þyrla frá Þyrluþjónustunni mætti einnig á svæðið og veitti aðstoð við slökkvistarfið. Það tók þyrluna um einn og hálfan tíma að slökkva eldana og veitti fyrirtækið aðstoðina án þess að taka gjald fyrir, segir í frétt á vef Grindavíkurbæjar. Unglingarnir veittu ómetanlega hjálp og leystu slökkviliðsmennina af eftir að þeir höfðu unnið myrkranna á milli. MYNDATEXTI Sina Þyrlan að slökkvistörfum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar