Eldur á Vatnsstíg 5

Eldur á Vatnsstíg 5

Kaupa Í körfu

ALLT tiltækt slökkvilið var kallað út þegar eldur kom upp á Vatnsstíg 4 laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Ekki tók langan tíma að slökkva eldinn sem logaði á efri hæð og í risi en ekki er vitað um upptök eldsins. Húsið var mannlaust og að sögn Birgis Finnssonar, sviðstjóra útkallssviðs hjá slökkviliðinu, sást enginn yfirgefa húsið. Lögreglan lokaði Hverfisgötu í báðar áttir. Töluverðar skemmdir eru á húsinu sem hefur staðið mannlaust í langan tíma. Því var lokað fyrir nokkrum vikum eftir að hústökufólk bjó um sig í því. Að sögn Birgis þurfti slökkviliðið að brjóta sig í gegnum loftið og saga í gegnum þakið til að komast að glóð til að slökkva.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar