Innipúkinn 2009 - Sódóma - Batteríið

Innipúkinn 2009 - Sódóma - Batteríið

Kaupa Í körfu

Stuðið var gífurlegt á Innipúkanum á Sódómu Reykjavík sunnudagskvöldið sl. og mun ótrúlega magnaður flutningur Sigríðar Thorlacius og Heiðurspilta á „Fröken Reykjavík“ lifa lengi í minnum tónleikagesta. Sigga rölti að tónleikum loknum niður á næstu hæð, í Batteríið, og skipti um hljómsveit, tróð upp með Hjaltalín. Eitthvað tókst verr að stilla hljóðstyrk þar og sargaði mikið í hátölurum í „Goodbye July/ Margt að ugga“ og fór það illa með undurblíðan söng Siggu. Sargið sló þó ekki út af laginu spariklæddar hljómsveitapíur sem flykktust skríkjandi að sviðinu, vopnaðar hvítvínsglösum, þegar Högni Egilsson, hinn hárprúði söngvari sveitarinnar, mætti með gítarinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar