Dalvík

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Dalvík

Kaupa Í körfu

MARGIR gestir voru komnir til Dalvíkur í gær vegna Fiskidagsins mikla, þeirrar miklu fjölskylduhátíðar sem haldin verður í áttunda skipti á laugardaginn. Gífurlegur fjöldi fólks hefur lagt leið sína til bæjarins síðustu ár vegna hátíðarinnar – tugþúsundir í hvert skipti, og hátíðin hefur þótt heppnast með eindæmum vel. Hún hófst sem eins dags samkoma en lengdist fljótlega í annan endann og hefð er orðin fyrir Fiskisúpukvöldinu mikla kvöldið fyrir stóra daginn. Annað kvöld opna því ýmsir bæjarbúar heimili sín og bjóða gestum að smakka fiskisúpu. Þegar Morgunblaðið var á Dalvík í gær var víða unnið við að snyrta bæinn; sumir hreinsuðu til í garðinum, aðrir máluðu húsið og þessir starfsmenn bæjarins voru að snyrta gangstéttina við Svarfaðarbraut í síðdegissólinni. Frá vinstri: Richard Helgi, flokksstjórinn Ragnhildur Agla, Melkorka María og Sjöfn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar