Þingvellir / Valhöll

Jakob Fannar Sigurðsson

Þingvellir / Valhöll

Kaupa Í körfu

EKKI er langt um liðið síðan Hótel Valhöll brann til grunna. Lítil ummerki eru þó um þessa miklu höll á Þingvöllum en rústirnar hafa verið fjarlægðar með öllu og búið er að tyrfa að mestu yfir reitinn. Enn er þó óljóst hvað verður um gamla hótelstæðið. „Það er ekkert vitað um framhaldið, við erum að klára að tyrfa og ganga frá þessu þannig að þetta verði snyrtilegt. Síðan er þetta bara í biðstöðu,“ segir Sigurður K. Oddsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, á þriðjudag. Kveður hann menn verða að bíða og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, í bili sé í það minnsta búið að ganga vel og skemmtilega frá reitnum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar