Gisp

Gisp

Kaupa Í körfu

ER (Gisp!) hópur miðaldra karlmanna sem áttu sér draum, hópur miðaldra karlmanna í tilvistarkreppu, hópur miðaldra karlmanna sem rugluðu saman Andrési Önd og Picasso eða er (Gisp!) eitthvað meira en guðdómleg innri spenna og pína? Þannig spyrja fjórmenningarnir sem hófu útgáfu á teiknimyndasögublaðinu (Gisp!) árið 1990 eftir myndlistarnám, á sýningunni Hvað er (Gisp!) sem verður opnuð á morgun kl. 17 í sal félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu. Þar verða til sýnis gömul (Gisp!)-blöð og efni þeim tengt. Myndasöguhöfundarnir eru þeir Bjarni Hinriksson, Halldór Baldursson, Jóhann Lúðvík Torfason og Þorri Hringsson en allir ólu þeir með sér þann draum fyrir nær tveimur áratugum að verða myndasöguhöfundar en gegna nú öðrum störfum. Bjarni er fréttagrafíker, Halldór teiknari, Jóhann umsjónarmaður prentverkstæðis LHÍ og myndlistarmaður og Þorri Hringsson listmálari. MYNDATEXTI Myndasögukarlar F.v.: Jóhann Lúðvík Torfason, Bjarni Hinriksson, Halldór Baldursson. Á myndina vantar Þorra Hringsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar