Fiskisúpukvöldið mikla á Dalvík

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Fiskisúpukvöldið mikla á Dalvík

Kaupa Í körfu

LOGANDI kyndill við hús á Dalvík í gærkvöldi var til merkis um að þar væri fiskisúpa í boði. Logi var við um það bil 50 hús. Fiskisúpukvöldið mikla var haldið í fimmta skipti og bærinn iðaði af lífi; upptakturinn að þeim „stóra“, Fiskideginum mikla. Flestum götum var lokað fyrir bílaumferð en hefði jafnvel ekki þurft, mannhafið var slíkt. Tjaldstæði eru troðfull og nær öruggt að fleiri verða saman komnir á þessum friðsæla stað við Eyjafjörð í dag en nokkru sinni. Íbúar eru tæplega 2.000 alla jafna, talið er að um 30.000 manns hafi verið saman komnir fyrir ári og Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, er viss um að enn fleiri mæta nú, miðað við fjölda á tjaldstæðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar