Ásgeir Bjarnason

Heiðar Kristjánsson

Ásgeir Bjarnason

Kaupa Í körfu

SJÁLFVIRKT mælitæki sem skráir m.a. hjartslátt, súrefnismettun blóðs og hitastig í dýrum er nú í hönnun hjá fyrirtækinu Stjörnu-Odda (Star-Oddi) í Reykjavík. Frumgerð tækisins í endanlegri mynd á að vera tilbúin til prófana í lok ársins 2010. Ásgeir Bjarnason, sem lauk BS-gráðu í heilbrigðisverkfræði frá HR á liðnu vori, hefur unnið að smíði tækisins hjá Stjörnu-Odda í sumar. Hann var ráðinn til starfans með stuðningi Nýsköpunarsjóðs námsmanna. MYNDATEXTI Tilraunir Ásgeir Bjarnason hefur prófað nýja tækið á sjálfum sér, en aðeins útvortis. Endanleg gerð tækisins í smækkaðri mynd verður í hylki sem verður aðeins 24 mm langt og 8,3 mm í þvermál, eða eins og stór pilla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar