Vilhelm Guðmundsson og Guðmundur Garðarsson

Svanhildur Eiríksdóttir

Vilhelm Guðmundsson og Guðmundur Garðarsson

Kaupa Í körfu

Ég fór að leika mér að skera út og fékk löngun til þess að merkja varirnar og húsatóftirnar í Rafnkelsstaðarlandi þar sem ég er uppalinn. Þetta vatt síðan upp á sig og ég fékk Vilhelm Guðmundsson í lið með mér. Merkingarnar eru orðnar 120 talsins, sagði Garðmaðurinn Guðmundur Garðarsson, fyrrverandi skipstjóri, í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur og Vilhelm hafa í sameiningu aflað upplýsinga um gömul hús, húsarústir, brunna, réttir, letursteina og sjóvörður, ásamt því að styðjast við eigin vitneskju, og merkja með tréskiltum sem Guðmundur hefur fræst viðkomandi örnefni í. MYNDATEXTI Á slóðum forfeðranna Vilhelm Guðmundsson og Guðmundur Garðarsson við húsatóft Smærnavalla en þar bjuggu langafi og langamma Vilhelms.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar