Bikarkeppni FRÍ

Bikarkeppni FRÍ

Kaupa Í körfu

BIKARKEPPNI FRÍ í frjálsíþróttum hófst í gær á Laugardalsvelli þar sem FH hefur titla að verja í karla- og kvennaflokki. FH hefur fagnað sigri í bikarkeppninni undanfarin 16 ár en aðeins ÍR hefur afrekað slíkt, að sigra 16 ár í röð. Alls eru 6 lið sem taka þátt, FH, ÍR, Ármann/Fjölnir, Breiðablik, Héraðssambandið Skarphéðinn og sameiginlegt lið Norðurlands, þ.e. Skagfirðinga, Eyfirðinga, Akureyringa og Þingeyinga. Alls eru um 200 keppendur skráðir til leiks. MYNDATEXTI Hindrun Sigurbjörgn Árni Arngrímsson nr 192 sigraði í 3.000 metra hindrunarhlaupi í gær en hann keppir fyrir Norðurland.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar