Gaypride fáninn

Jakob Fannar Sigurðsson

Gaypride fáninn

Kaupa Í körfu

Gleðiganga samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks, aðstandenda þeirra og vina hlykkjaðist niður Laugaveginn í gær. Þúsundir flykktust niður í miðborg Reykjavíkur og samfögnuðu þessum hópi, sem hér býr við einna mest réttindi og öryggi sem þekkist í heiminum. Yfir Hinsegin dögum blaktir regnbogafáninn sem tákn um mannréttindabaráttu og fjölbreytni mannlífsins. MYNDATEXTI Mannréttindi Regnbogafáninn blaktir við hún víða um land á Hinsegin dögum og miðborg Reykjavíkur var alsett röndum þegar gleðigangan streymdi niður Laugaveginn í gær. Hér á landi þarf ekki girðingar og lögregluvernd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar