Úlfar - Þrír frakkar

Úlfar - Þrír frakkar

Kaupa Í körfu

Veitingastaðurinn Þrír frakkar hjá Úlfari við Baldursgötu var stofnaður árið 1989 og markaði sér strax sérstöðu með sjávarfangi og hefur haldið henni allar götur síðan. Úlfar, sem hefur komið víða við síðan hann útskrifaðist sem matreiðslumeistari árið 1967, hefur meðal annars starfað sem kokkur á Hótel Holti, í Leikhúskjallaranum, Laugaási og Pottinum og pönnunni. Hann hefur verið eins konar sendiherra íslensks hvalkjöts en hann hefur líklega matreitt fleiri steikur úr hvalkjöti handa útlendingum en nokkur annar Íslendingur. MYNDATEXTI Fær Hvalkjöt hefur verið á borið á borð fyrir gesti og gangandi um langt skeið á veitingastað Úlfars enda afar vinsælt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar