Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Húsavík

Kaupa Í körfu

Nýr eikarbátur, sem hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursigling festi kaup á, kom til hafnar á Húsavík um helgina. Báturinn var keyptur frá Stöðvarfirði og sigldu feðgarnir Hörður Sigurbjarnarson og Heimir Harðarson bátnum heim. Báturinn, sem ber nafnið Héðinn HF 28, er 36 brúttólestir að stærð smíðaður hjá Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1974. MYNDATEXTI Heimkoma Komu Héðins var fagnað á bryggjunni á Húsavík á laugardaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar