Frá Ísafirði

Halldor Sveinbjornsson

Frá Ísafirði

Kaupa Í körfu

HALDIÐ var upp á 100 ára afmæli skrúðgarðsins Skrúðs í Dýrafirði um helgina. Talið er að vel á fjórða hundrað manns hafi tekið þátt í hátíðahöldunum, en tímamótanna var minnst með ýmsum hætti. Sama dag var hátíðarmessa í Núpskirkju, sem fagnar í ár 70 ára afmæli sínu. Ávörp voru flutt, tónlist og leikþættir, og gestum var boðið upp á fiskisúpu að athöfn lokinni. MYNDATEXTI Stofnandinn Elfar Logi Hannesson leikari brá sér í hlutverk stofnanda skrúðgarðsins, séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prófasts á Núpi í Dýrafirði, sem lést fyrir réttum fimmtíu árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar