Baugur í Héraðsdómi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Baugur í Héraðsdómi

Kaupa Í körfu

FRESTUR til að lýsa kröfum í þrotabú Baugs Group rennur út hinn 19. ágúst næstkomandi. Fjárhæð þegar lýstra krafna liggur ekki fyrir, en Erlendur Gíslason, skiptastjóri þrotabúsins, segir það ekki venjuna að gefa upp fjárhæð þegar lýstra krafna fyrr en að liðnum kröfulýsingarfresti. Um er að ræða eitt stærsta gjaldþrot íslensks fyrirtækis í sögunni en allir föllnu íslensku bankarnir eru meðal kröfuhafanna. Í febrúar síðastliðnum skuldaði Baugur Group innlendum fjármálastofnunum um 1,1 milljarð punda eða um 230 milljarða króna. Fyrirtækið fékk fyrst greiðslustöðvun hinn 11. febrúar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar