Kvennalandsliðið

Kvennalandsliðið

Kaupa Í körfu

Friðrik Friðriksson, fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og eiginkona hans, gamla skíðadrottningin Nanna Leifsdóttir, ætla að skella sér til Finnlands og fylgjast með íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu en dóttir þeirra, Fanndís Friðriksdóttir, er í landsliðshópnum þar sem hún er næstyngsti leikmaður liðsins. Fanndís er 19 ára gömul, leikur í stöðu kantmanns og er bæði fljót og leikin. Hún er uppalinn hjá ÍBV en kom til Breiðabliks fyrir fimm árum. MYNDATEXTI Samvinna Friðrik Friðriksson og Nanna Leifsdóttir, foreldrar Fanndísar Friðriksdóttur, eru á leið til Finnlands til að fylgjast með EM.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar